Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar
Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar 2024
þróttamanneskja Fjarðabyggðar var útnefnd í íþróttahúsinu Reyðarfirði laugardaginn 6. janúar og var það Kristín Embla Guðjónsdóttir, glímukona í Val sem hlaut þann titil. Í umsögn íþrótta- og tómstundaráðnefndar um Kristínu segir:
Kristín Embla er gull af manni og með samviskusemi, keppnisskapi og dugnaði nær hún árangri. Með þessum eiginleikum náði hún að landa Freymeninu 2023 í glímu í þriðja sinn á árinu. Utan vallar er hún góð fyrirmynd og hvatning til ungra kvenna sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. Einnig sem landsliðskona er hún einstaklega góður fulltrúi fyrir land og þjóð.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá sem valdir hafa verið íþróttamanneskju Fjarðabyggðar frá árinu 2000
2023 - Þórarinn Ómarsson, blakari í Þrótti Fjarðabyggð
2020 - Tinna Rut Þórarinsdóttir, blakkona Þrótti Fjarðabyggð
2019 - Daði Þór Jóhannsson, frjálsar íþróttir Leikni Fáskrúðsfirði
2018 - Ana Maria Vidal Bouza, blakkona Þrótti Fjarðabyggð
2017 - María Rún Karlsdóttir, blakkona Þrótti Fjarðabyggð
2016 – Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glímumaður Val Reyðarfirði
2015 – María Rún Karlsdóttir, blakkona Þrótti Fjarðabyggð
2014 – Eva Dögg Jóhannsdóttir, glímukona Val Reyðarfirði
2013 – Aron Gauti Magnússon, knattspyrnumaður Austra Eskifirði
2012 – Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, blakkona Þrótti Fjarðabyggð
2011 – Helena Kristín Gunnarsdóttir, blakkona Þrótti Fjarðabyggð
2010 – Sveinn Fannar Sæmundsson, knattspyrnumaður Þrótti Fjarðabyggð
2009 – Jóhann Ragnar Benediktsson, knattspyrnumaður Austra Eskifirði
2008 – Laufey Frímannsdóttir, glímukona Val Reyðarfirði
2007 – Eggert Gunnþór Jónsson, knattspyrnumaður Austra Eskifirði
2006 – Eggert Gunnþór Jónsson, knattspyrnumaður Austra Eskifirði
2005 – Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, blakkona Þrótti Fjarðabyggð
2004 – Ólafur Gunnarsson, glímumaður Val Reyðarfirði
2003 – Þorbergur Ingi Jónsson, langhlaupari Þrótti Fjarðabyggð
2002 – Karl Friðrik Jörgensen, skíða- og knattspyrnumaður Þrótti Fjarðabyggð
2001 – Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, blakkona Þrótti Fjarðabyggð
2000 – Hulda Elma Eysteinsdóttir, blakkona Þrótti Fjarðabyggð