Íþróttir og hreyfing

Vetur, sumar, vor og haust. Í Fjarðbyggð á útivist og hreyfing vel við allan ársins hring. Á veturna nýtur útivistarfólk lífsins í Oddsskarði, einu besta skíðasvæði landsins. Skíðamiðstöðin í Oddsskarði er miðstöð vetraríþrótta í Fjarðabyggð og hafa skíða- og brettafélög Fjarðabyggðar þar aðstöðu. Slakandi sundlaugarferð er ómissandi þáttur á vel heppnuðum skíðadegi og óhætt er að mæla með heitu pottunum í einni af fimm sundlaugum Fjarðabyggðar.

Öflugt íþróttastarf er rekið í Fjarðabyggð og eru félög starfandi í flestum almennum íþróttagreinum. Vel útbúin íþróttahús með líkamsræktarstöð eru í bæjarkjörnum og mynda þau kjarnann í íþróttamiðstöðvum Fjarðabyggðar. Kaupa má stakan aðgang eða mismunandi gerðir korta í bæði sund og líkamsrækt. Fjarðakortið er handhægt og auðvelt í notkun. Það gildir í sund, líkamsrækt og einnig í Strætisvagna Austurlands.