mobile navigation trigger mobile search trigger

Vor í Fjarðabyggð 

Árleg vorhreinsun í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð boðar til árlegrar vorhreinsunar dagana 20. – 25. maí 2024. Bæjarstarfsmenn munu sjá um að hirða alla ruslapoka og annað rusl sem safnast hefur saman í lok ruslatínslu. Við hvetjum alla íbúa, fyrirtæki, félagasamtök, og skóla til að taka þátt í þessu samfélagsverkefni og leggja sitt af mörkum. Gerum okkur glaðan dag og tökum höndum saman að fegra nærumhverfið. Við hvetjum til almenns viðburðarhalds eins og t.d. hverfagrill eða skemmtilegra viðburða í lok hreinsunnar.

Fylgið okkur á samfélagsmiðlum undir #voríFjarðabyggð og ,,tagga" okkur á @Fjarðabyggð

Hægt verður að nálgast poka í þjónustumiðstöðvum Fjarðabyggðar.

Vorvindar glaðir

Vorvindar glaðir, glettnir og hraðir,

geysast um löndin rétt eins og börn.

Lækirnir skoppa, hjala og hoppa,

hvíld er þeim nóg í sæ eða tjörn.

Hjartað mitt litla, hlustaðu á,

hóar nú smalinn brúninni frá.

Fossbúinn kveður, kætir og gleður.

Frjálst er í fjallasal.

Helgi Valtýsson

Vertu með í því að koma Fjarðabyggð í sumarbúninginn. Leggjum saman hönd á plóg og skiljum eftir umhverfi sem við getum öll verið stolt af. Með sameiginlegu átaki getum við gert kraftaverk. Þín þátttaka skiptir máli – Látum gott af okkur leiða í vorhreinsun Fjarðabyggðar 2024.

Vorbæklingur Fjarðabyggðar

Í tengslum við "Vor í Fjarðabyggð" hefur Fjarðabyggð gefið út bækling með ýmsum upplýsingum um vorverkin, upplýsingum um þjónustu og annað. Árið 2021 var ákveðið að bæklingurinn yrði gefin út rafrænt og gafst það fyrirkomulag vel. Í ár verður því sami háttur hafður á og verður bæklingurinn aðgenglegur hér að neðan innan skamms.

Hér er hægt að nálgast bæklinginn: Vor í Fjarðabyggð

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast umhverfisstefnu Fjarðabyggðar hér

Gróðursetningardagar í Breiðdalsvík og á Fáskrúðsfirði

Í ár verða gróðursetningardagar þann 21. maí á tjarnarsvæðinu í Breiðdalsvík og þann 23. maí á Fáskrúðsfirði við Ósinn. Viðburðurinn hefst á báðum stöðum klukkan 13:00 og stendur fram eftir degi. Plöntum og búnaði er úthlutað á staðnum og eru íbúar hvattir til að mæta og taka þátt. Viðburðirnir verða undir handleiðslu og stjórn garðyrkjustjóra Fjarðabyggðar.

Losun garðaúrgangs - við sækjum heim

Íbúum er boðið upp á gjaldfrjálsa aðstoð við losun á garðaúrgangi á meðan á verkefninu stendur. Hægt verður að skilja eftir garðaúrgang við lóðarmörk (t.d. afklippur). Dagana 21. – 24. maí munu bæjarstarfsmenn vera á ferðinni og hirða úrganginn.

Móttaka garðúrgangs verður með sama sniði og síðaustu ára þar sem lagt er upp með endurvinnslu gróðurs s.s. gras og trjágreinar. Endurvinnslan er í reynd umbylting garðúrgangs í gróðurmoltu og því ætti að frekar að tala um garðefni í þessu samhengi.

Þátttakendur eru hvattir til að flokka plast sérstaklega frá öðru rusli í glæran plastpoka. Einnig biðjum við um að fylla ekki poka þannig að þeir verði of þungir. 

Móttaka garðefna/-úrgangs í Fjarðabyggð 

Norðfjörður: Uppá Haugasvæði fyrir ofan hesthús

Eskifjörður: Innan við mön Langadals

ReyðarfjörðurHjallanes

Fáskrúðsfjörður: Innan við Nes.

Stöðvarfjörður: Innan við móttökustöðina.

Breiðdalur: Við gámaplanið

Íbúar eru hvattir til að ganga vel um á svæðunum, setja garðúrganginn í þar til gerð ílát og virða flokkunarreglur sem eru á móttökustöðvunum. Gras í plastpokum á ekki að setja í grasgámana. Tré og afklippur af runnum eiga að ávallt að vera sett í sér gáma og mega EKKI fara í grasgámana. Mold og annað afgangsefni skal setja í þar til gerða hauga.

Einnig skal bent á það að gras eða annan garðaúrgang á EKKI að henda út í sjó, niður í fjöru eða skilja eftir á víðavangi.

Göngum vel um náttúruna og auðlindir hennar. Garðaúrgangur er auðlind sem er endurunnin í moltu og því afar mikilvægt að fylgja leiðbeiningum um góðan frágang.

PLOKK

HVAÐ ÞARF ÉG?

• Glæra plastpoka - best er að hafa tvo poka, setja plastið í einn og allt annað í hinn.

• Snæri eða bensli til að loka plastpokunum svo ekkert fjúki úr þeim þegar búið er að fylla þá.

• Plokktangir eru ágætar, ekki nauðsynlegar.

HVERNIG ERUM VIÐ ÚTBÚIN?

• Klæðum okkur eftir aðstæðum. Hanskar eru ákjósanlegir. Öryggisvesti eru ákjósanleg en skilda ef við erum að plokka meðfram vegum     eða við götur.

HVERNIG VELJUM VIÐ STAÐ?

• Það er ekki ákjósanlegt að vera í kringum stór umferðarmannvirki nema fólk sé sérstaklega útbúið m.a. í endurskinsvestum osfrv. Og      þetta eru ekki staðir fyrir börn.

• Í kringum þjónustukjarna er alltaf mikið plast og umbúðarusl. Þjónustukjarnarnir. Það er iðulega mikið rusl sem fýkur frá ruslatunnum       og ruslagámum við þessi svæði.

• Þá eru öruggustu svæðin líklega svæði í kringum íþróttavelli, skólalóðir og opin svæði. Girðingar í kringum þau taka oft drjúgt til sín.

Pokana má skilja eftir ýmist inn á móttökustöðvum eða leggja við lóðarmörk. Bæjarstarfsmenn munu hirða pokana dagana 20. - 23. maí.

Garðeigendur athugið!

Sjá þarf til þess að gróður trufli ekki eða hindri umferð gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda:

  • Snyrta til limgerði eða annan trjágróður sem vex út á gangstéttir og stíga.
  • Klippa burt trjágróður sem vex fyrir eða skyggir á umferðarmerki.
  • Klippa til og snyrta gróður sem kann að vera nágrönnum til ama.  
  • Tré sem veldur miklum skugga á nágrannalóð getur þruft að fella.

Er garðurinn þinn í órækt?

Mosinn þrífst í grasflötum sem eru haldin er næringarskorti. Til að styrkja grasið má nota tilbúinn áburð, mælt er með að nýta t.d. búfjáráburð eða moltu til að tryggja besta árangur. Hafa má samband við garðyrkjustjóra Fjarðabyggðar um hvernig nálgast má moltu á eftirfarandi stöðum:

Norðfjörður: Við smábátahöfnina

Eskifjörður: Innan við mön Langadals

ReyðarfjörðurHjallanes

Fáskrúðsfjörður: Innan við Nes.

Stöðvarfjörður: Innan við móttökustöðina.

Breiðdalur: Úti í Nesi

STAÐSETNINGAR FYRIR MÓTTÖKU GARÐEFNA

Íbúar eru hvattir til að ganga vel um á svæðunum og setja garðúrganginn í þar til gerð ílát eða svæði. Mikilvægt er að virða flokkunarreglur sem eru á móttökustöðvunum.

Gras í plastpokum á ekki að setja í grassöfnun. Tré og afklippur af runnum eiga ávallt að vera sett sér og mega EKKI fara saman við gras. Mold og annað afgangsefni skal setja í þar til gerða hauga.

Söfnunarstaðirnir eru eftirfarandi:

NorðfjörðurUppá Haugasvæði fyrir ofan hesthús

Eskifjörður: Innan við mön Langadals

ReyðarfjörðurHjallanes

Fáskrúðsfjörður: Innan við Nes.

Stöðvarfjörður: Innan við móttökustöðina.

Breiðdalur: Við gámaplanið