Hafnarvogir
Fjarðabyggðarhafnir starfrækja hafnarvogir í öllum höfnum sveitarfélagsins. Hafnarvigtin er jafnan miðstöð hafnarstarfseminnar á hverjum stað. Þar fer fram skráning og vigtun á þeim fiskveiðiafla sem fer um hafnirnar og vöruflutningi.
Einnig hýsa hafnarvogir á hverjum stað aðstöðu starfsmanna Fjarðabyggðarhafna. Þá er bílavigt til staðar við hafnarvigt Norðfjarðarhafnar, Eskifjarðarhafnar, Reyðarfjarðarhafnar og Fáskrúðsfjarðarhafnar.