SKIPULAGS- OG BYGGINGARMÁL
Umhverfis- og skipulagssvið vinnur að skipulags- og byggingarmálum Fjarðabyggðar. Sviðið fylgir eftir aðalskipulagi sveitarfélagsins, annast aðal- og deiliskipulagsgerð, útgáfu leyfisveitinga á sviði skipulags- og byggingamála og hefur eftirlit með verklegum framkvæmdum. Gildandi aðalskipulag er til ársins 2027 og var við gerð þess lögð áhersla á víðtækt samráð við íbúa Fjarðabyggðar og aðra haghafa.
Í aðalskipulaginu kemur fram sú framtíðarsýn og stefna sem var mótuð fyrir sameinaða Fjarðabyggð.
Tengsl bæjarkjarnanna Norðfjarðar, Eskifjarðar, Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar, Breiðdals og Mjóafjarðar við náttúruna, voru höfð að leiðarljósi við aðalskipulagsgerðina. Tengsl byggðarinnar við söguna vógu einnig þungt, en þéttbýli í Fjarðbyggð hefur frá upphafi byggst á sjósókn og verslun. Bryggjur, sjóhús og gamalt verslunarhúsnæði bera með þessu móti vitni um fyrri tíma, auk þess sem finna má í Fjarðabyggð einstakar minjar frá veru breska setuliðsins á árunum síðari heimsstyrjarldarinnar. Þá ræður landslag miklu um mynstur byggðarinnar og er í aðalskipulaginu tekið mið af því með lágreistri byggð.