Á fundi sínum þann 16. september sl. samþykkti bæjarstjórn Fjarðabyggðar að auglýsa tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í aðalskipulagi er sett fram stefna, m.a. um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu. Þess vegna er mikilvægt að íbúar og aðrir sem hagsmuna eiga að gæta kynni sér efni tillögunnar vel.
Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2020 - 2040 - Tillaga
Tillöguna má sjá hér, á bæjarskrifstofum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði og í þjónustugáttum bókasafna. Tillagan er sett fram í greinargerð, á 9 skipulagsuppdráttum og 5 þemauppdráttum, auk umhverfis- og forsenduskýrslu. Öllum er boðið að senda inn skriflegar athugasemdir við efni tillögunnar, í síðasta lagi þann 8. nóvember 2021. Athugasemdir skal senda á netfangið skipulagsfulltrui@fjardabyggd.is eða með bréfpósti til Umhverfis- og skipulagssviðs, bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð. Bæjarstjórn mun fjalla um allar athugasemdir og svara þeim skriflega.
Yfirlit yfir helstu breytingar frá gildandi skipulagi er að finna í umhverfis- og forsenduskýrslu.
Tillagan er auglýst í samræmi við ákvæði 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.