mobile navigation trigger mobile search trigger
28.03.2025

Atomic Cup og Skíðamót Íslands í alpagreinum í Oddsskarði

Atomic Cup mótaröðin hófst þriðjudaginn 25. mars í Oddsskarði með miklum glæsibrag. Keppt hefur verið í tveimur alþjóðlegum stórsvigsmótum og tveimur alþjóðlegum svigmótum í bæði karla- og kvennaflokki í vikunni. Veðrið hefur verið frábært og aðstæður til keppni til fyrirmyndar.

Atomic Cup og Skíðamót Íslands í alpagreinum í Oddsskarði

Skíðamót Íslands var formlega sett í Randulfssjóhúsi á fimmtudaginn, þar sem Jón Árný Þórðardóttir setti mótið við hátíðlega athöfn. Sjálf keppnin á Skíðamóti Íslands hefst í dag föstudag, og verður keppt í stórsvigi, svigi og samhliðasvigi um helgina.

Á mótinu tekur þátt allt íslenska landsliðsfólkið í alpagreinum ásamt ungum og efnilegum keppendum frá Íslandi og erlendum keppendum frá Mexíkó, Kína og Kanada.

Það krefst mikils undirbúnings að halda mót af þessari stærðargráðu og hefur Skíðafélag Fjarðabyggðar lagt mikla vinnu í undirbúninginn til að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Ómetanlegt sjálfboðaliðastarf hefur skipt sköpum og stemningin er frábær.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá starfinu bak við tjöldin og hlökkum við til að sjá sem flesta á skíðasvæðinu í Oddsskarði um helgina.