Breyting á aðalskipulagi Fjarðabyggðar ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leiru 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu ásamt umhverfisskýrslu
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, vegna stækkunar hafnarsvæðis á leirunni á Eskifirði samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu.
Samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu er auglýst tillaga að breytingu deiliskipulags Leiru 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu skv. 41. gr. laga nr. 123/2010. Meginmarkmið breytingar á deiliskipulagi er að auka athafnarými á hafnarsvæðinu með greiðu aðgengi að hafnarkanti og bættum samgöngutengingum.
Tillögurnar ásamt umhverfisskýrslu verða til sýnis á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð og í þjónustugátt í bókasafninu á Eskifirði frá og með 17. janúar 2019 til og með 28. febrúar 2019. Athugasemdarfrestur er til sama tíma.
Tillögurnar verða einnig til sýnis á heimasíðu Fjarðabyggðar, www.fjardabyggd.is og má finna hér og hér.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir.
Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Fjarðabyggð