Þrátt fyrir tilslakanir á sóttvörnum í nýrri tilskipun heilbrigðisráðherra mun þjónusta bókasafna í Fjarðabyggð áfram vera með sama hætti og undanfarið. Bókasöfnin munu ekki verða opin en almenningi er þess í stað boðið upp á að hafa samband við söfnin, panta bækur eða skila, og að fá gögnin afgreidd eftir samkomulagi við forstöðumann.
Ástæðan fyrir þessum er að bókasöfnin eru staðsett í grunnskólabyggingum Fjarðabyggðar og hefur byggingunum verið skipt niður í sóttvarnarhólf þar sem ekki er leyfður samgangur á milli hólfa og utanaðkomandi bannaður aðgangur. Þetta er gert til þess að fyrirbyggja smit.
Viðskiptavinum er bent á að hafa samband í síma eða með tölvupósti.
- Bókasafnið í Neskaupstað: Sími 477 1521, netfang: boknes@fjardabyggd.is
- Bókasafnið á Eskifirði: Sími 476 1586, netfang: bokesk@fjardabyggd.is
- Bókasafnið á Reyðarfirði: Sími 474 1366, netfang: bokrey@fjardabyggd.is
- Bókasafnið á Fáskrúðsfirði: Sími 475 9016, netfang: bokfas@fjardabyggd.is
- Bókasafnið á Stöðvarfirði: Sími 475 9017, netfang: boksto@fjardabyggd.is
- Bókasafnið í Breiðdal: Sími 470 5574, netfang: bokbre@fjardabyggd.is
Einnig viljum við minna á facebook síðu bókasafnanna, þar sem ýmsan fróðleik er að finna.
Ef breytingar verða á fyrirkomulaginu verður það auglýst á heimasíðu Fjarðabyggðar, en gert er ráð fyrir að þessar ráðstafanir verði í gildi a.m.k. til og með 31. desember nk.