Samkvæmt breytingum á sóttvarnarráðstöfunum sem kynnt var á vef heilbrigðisráðuneytisins í gær er gert ráð fyrir að sundstaðir megi opna aftur frá og með fimmtudeginum 10. desember með ákveðnum takmörkunum.
Það gleður okkur því að tilkynna að sundlaugar Fjarðabyggðar verða opnar skv. hefðbundnum opnunartíma frá 10. desember nk.
Þá hafa æfingar íþróttaliða innan ÍSÍ sem tefla fram liði í efstu deild verið heimilaðar, ásamt æfingum afreksfólks í einstaklingsíþróttum utan bardagaíþrótta. Íþróttamannvirki Fjarðabyggðar standa þessum hópum því tilboða skv. útgefinni æfingatöflu eða nánari samkomulagi við forstöðumenn.
Líkamsræktarstöðvar verða lokað áfram vegna sóttvarna, og munu verða eins lengi og sóttvarnir segja til um. Ef breytingar verða á fyrirkomulaginu verður það auglýst á heimasíðu Fjarðabyggðar, en gert er ráð fyrir að þessar ráðstafanir verði í gildi a.m.k. til og með 12. janúar 2021.
Rétt er að taka fram að öll notendakort hafa verið fryst á meðan þessu ástandi hefur varið, og það mun gilda áfram um líkamsræktarkort.