mobile navigation trigger mobile search trigger
19.10.2024

Breytingar á stuðningsþjónustu Fjarðabyggðar frá og með áramótum.

Árið 2023 var sveitarfélagið Fjarðabyggð valið til þátttöku í þróunarverkefninu Gott að eldast sem felst í samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Liður í því verkefni er að fara yfir þjónustu við eldra fólk og hvernig henni verði best hagað til framtíðar í takt við hækkandi lífaldur fólks.

Breytingar á stuðningsþjónustu Fjarðabyggðar frá og með áramótum.

Með hækkandi aldri fer heilsunni óhjákvæmilega að hraka og fólk þarf gjarnan umfangsmeiri stuðning til að geta búið sjálfstætt.

Markmið stuðningsþjónustu er að styðja við sjálfstæði og velferð íbúa og efla og viðhalda getu þeirra til sjálfshjálpar og heilbrigðrar öldrunar. Markmiðið er einnig að geta veitt einstaklingum sem þurfa umfangsmeiri stuðning þann stuðning sem þeim ber.

En samhliða þessu er það vaxandi áskorun  að ráða inn starfsfólk til að sinna stuðningsþjónustu m.a. vegna þess að einn stærsti þjónustuþátturinn er að veita þrif á heimili eldra fólks. En sveitarfélögin hafa kosið að veita slíku þjónustu til að auðvelda þeim sem hana þurfa til að geta búið lengur á sínu heimili.

Nú hefur verið tekin ákvörðun  um að beina þeim einstaklingum sem sækja eingöngu um heimilisþrif til fyrirtækja sem sinna slíkri þjónustu. Er það gert til að gera sveitarfélaginu áfram kleift að halda uppi góðri þjónustu við eldra fólk. Einstaklingar í þörf fyrir aðstoð við heimilisþrif, og þurfa á fjárhagsstuðningi að halda, geta nýtt sér þá þjónustu með því að sækja um niðurgreiðslu til sveitarfélagsins. 

Aldurssamsetning þjóðarinnar er að taka miklum breytingum. Við lifum lengur en áður og erum virkari og hraustari en nokkru sinni fyrr. Með það til hliðsjónar þá er eðlilegt að þjónusta við eldra fólk sé skoðuð og þróuð í takt við það, en um leið tekið tilit til þarfa hvers og eins. Í samanburði við önnur sveitarfélög landsins er þjónusta Fjarðabyggðar gagnvart eldri borgurum almennt góð og leitast verður við að hafa hana það áfram.

Markmið stuðningsþjónustu er að aðstoða og styðja fólk sem þarf aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs og/eða til þess að rjúfa félagslega einangrun og gera þeim kleift að búa sem lengst á heimili sínu.

Sveitarfélagi ber skylda til að sjá til þess að félagsþjónusta eldra fólks sé fyrir hendi, þ.e. heimaþjónusta, félagsráðgjöf og heimsending matar og mun þessi breyting gera sveitarfélaginu betur kleift að halda henni úti með tilliti til mönnunar. Um leið mun eldra fólk geta nýtt sér áfram þrifaþjónustu, þó í öðru formi.

Inná vef stjórnarráðsins má nálgast frekari upplýingar um verkefnið Gott að eldast.