Staða starfsmanns með yfirumsjón með lengri viðveru í um 60% starfshlutfalli frá 1. ágúst 2023. Möguleiki er á hærra starfshlutfalli í samráði við skólastjóra.
Um er að ræða 60% starf forstöðumanns skóladagheimilis sem sér um að skipuleggja og framfylgja starfi á dagheimili í samráði við skólastjóra. Forstöðumaður verkstýrir öðrum starfsmönnum á skóladagheimili.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Heldur utan um skráningu nemenda á skóladagheimilið.
- Hjálpar nemendum við að skipuleggja og framkvæma ýmis þroskandi verkefni.
- Gefur nemendum tækifæri til að stunda heilsusamlega hreyfingu og þroskandi leiki jafnt úti sem inni.
- Aðstoðar nemendur við heimanám.
- Aðstoðar nemendur í kaffi- og matartímum.
- Gæta fyllsta öryggis í vinnu með nemendur og forðast þær aðstæður sem reynst geta þeim hættulegar.
- Annast innkaup á mat og leikföngum ásamt öðrum munum á skóladagheimilið.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Góð menntun sem nýtist í starfi er æskileg.
- Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu.
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
- Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
- Góðir skipulagshæfileikar.
- Ábyrgð og stundvísi.
Starfslýsing yfirumsjón með lengdri viðveru
Í Nesskóla starfa öllu jafna um 53 starfsmenn. Á komandi hausti verða um 220 börn í 1. - 10. bekk í skólanum. Skólastarf Nesskóla miðast að því að efla hvern einstakling í námi og starfi með fjölbreyttum kennsluaðferðum með áherslu á samþættingu námsgreina, upplýsingatækni og list- og verkgreinar. Á komandi vetri hefst innleiðing leiðsagnarnáms í skólanum. Í Nesskóla er unnið að forvörnum í anda Olweusar áætlunarinnar gegn einelti ásamt því að lögð er áhersla á ART kennslu. Á yngsta stigi er kennt samkvæmt aðferðum Byrjendalæsis. Stefnumörkun skólans tekur meðal annars mið af uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar sem miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfsstjórn barna og unglinga. Einkunnarorð skólans eru: Viska, virðing og vinátta.
Umsóknarfrestur er til og með 30. september nk. og eru umsækjendur af öllum kynjum hvattir til að sækja um störfin. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.nesskoli.is.
Nánari upplýsingar um starfið má fá hjá Karen Ragnarsdóttir skólastjóra, karen@skolar.fjardabyggd.iseða
Þórfríði Soffíu Þórarinsdóttur aðstoðarskólastjóra, thorfridur@skolar.fjardabyggd.is, einnig í síma 477-1124.