mobile navigation trigger mobile search trigger
23.10.2024

Framkvæmdir framundan við ofanflóðavarnir

Bókað á verkfundi er haldinn var núna 23. okt 2024:

Áfram unnið við að moka ofan af klöpp og undirbúa fyrir sprengingar ofan við Drangagilsgarðinn og í efri keiluröð. Áfram unnið við að bora og sprengja. Sprengt er einu sinni til tvisvar í viku og er það gefið til kynna með hljóðmerki fimm mínútum áður.

Unnið er við að leggja vinnuvegi um svæðið. Verið er að vinna í skeringum ofan við þvergarð, neðri keiluröð og efri keiluröð. Unnið er af krafti í neðri keiluröð að vestan verðu við að efnisskipta undir keilunum og mun það klárast á næstu dögum. Byrjað verður að grinda keilur í neðri keiluröð. Unnið er í drenskurðum og grafa og  fyllingum undir ræsi er liggja í gegnum þvergarð. Byrjað er að grafa fyrir garðstæði þvergarðsins. Unnið er í vatnsrás frá Fólkvangi og inn að þvergarði. Unnið við ræsin í gegnum þvergarðinn, efnið í þau er að koma og verður gengið frá þeim um leið og efnið kemur. Uppsetning á vinnubúðum er í fullum gangi.

Frekari upplýsignar er hægt að finna hér: Ofanflóðavarnir í Neskaupstað