mobile navigation trigger mobile search trigger
31.05.2021

Heimsókn 7. bekkinga í Fjarðabyggð til Mjóafjarðar

Fimmtudaginn 27. maí  fóru nemendur úr 7. bekkjum grunnskólanna í Fjarðabyggð í fræðslu- og skemmtiferð til Mjóafjarðar.  

Heimsókn 7. bekkinga í Fjarðabyggð til Mjóafjarðar
7. bekkingar í Fjarðabyggð heimsóttu Mjóafjörð á dögunum

Ekið var yfir Mjóafjarðarheiði og sem leið liggur út í Brekkuþorp þar sem heimamenn tóku á móti nemendum með kostum og kynjumNemendur fóru í siglingu með áætlunarbátnum Björgvin yfir að Reykjum þar sem fuglalíf var skoðað og klettavör sem nýtt var sem lendingarstaðurNemendur fengu einnig fræðslu um staðinn og sögu hans og fóru í heimsókn í fiskverkun  Ernu Ólafar Ólafsdóttur og Sævars Egilssonar þar sem þau fengu fræðslu um verkunina.

Farið var í fjárhúsin í Brekku þar sem Jóhanna Lárusdóttir og Sigfús Vilhjálmsson tóku á móti nemendum, sem fengu að ganga um húsin og heilsa upp á nýfædd lömbin og fallegar íslenskar hænur sem voru í áföstu húsi. Kirkjan og kirkjugarðurinn voru skoðuð og gengið upp á Höfða ofan við Brekkuþorpið þar sem minnismerkið um Hjálmar Hermannsson var skoðað og Sigfús Vilhjálmsson sagði þeim söguna um hvernig unnið var við að flytja dranginn sem er undirstaða styttu Einars Jónssonar myndhöggvari. 

Við skólahúsið Sólborg var grillað og eftir heitar pylsurnar brugðu nemendur á leik í góða veðrinu þar sem maður var manns gaman.   

Yndislegur dagur í alla staði og bestu þakkir til Mjófirðinga fyrir frábærar móttökur og til bílstjóra fyrir ferðina yfir heiðina. 

Fleiri myndir:
Heimsókn 7. bekkinga í Fjarðabyggð til Mjóafjarðar
Hlustað á Sigfús Vilhjálmsson segja frá
Heimsókn 7. bekkinga í Fjarðabyggð til Mjóafjarðar
Grillað í góða veðrinu við Sólbrekku
Heimsókn 7. bekkinga í Fjarðabyggð til Mjóafjarðar