Opnunartími almenningsbókasafna Fjarðabyggðar verður óbreyttur í samræmi við sóttvarnarreglur gefnar út 24. mars 2021.
Takmarkanir eru:
- Almenn fjöldatakmörk miðast við tíu manns.
- Nándarreglan er 2 metrar og reglur um grímuskyldu og sóttvarnir eru óbreyttar.
- Sem fyrr verða börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu, en falla undir fjölda- og nálægðartakmarkanir.
- Börn í leikskólum eru áfram undanþegin 2 metra reglunni og fjöldatakmörkunum.
Takmarkanir varðandi fjölda gesta bókasafnanna miðast við stærð á rými safnanna og eru viðskiptavinir beðnir um að sýna tillitssemi og fylgja almennum reglum um sóttvarnir s.s. grímuskyldu, handþvott, sprittun og fjarlægðarmörk.