mobile navigation trigger mobile search trigger
22.12.2021

Hertar sóttvarnir – Leikskólar Fjarðabyggðar

Ríkisstjórnin kynnti í gær hertar sóttvarnaraðgerðir sem miða að því að stemma stigu við hraðri útbreiðslu COVID – 19 á Íslandi. Þessar ráðstafanir taka gildi þann 23. desember og má kynna sér þær á vef Stjórnarráðsins með því að smella hér.

Þær aðgerðir sem kynntar hafa verið munu ekki hafa áhrif á starfsemi leikskóla. Þeir foreldar sem eiga þess kost eru engu að síður hvattir til að hafa börn sína heima milli jóla og nýjárs, og létta þannig álagi af skólunun. Að sjálfsögðu verður hér eftir sem hingað til gætt sérstaklega vel að þrifum og sóttvörnum.

Verðir breytingar á starfsemi leikskólanna, umfram það sem hér hefur verið kynnt, verður það tilkynnt sérstaklega.