mobile navigation trigger mobile search trigger
22.12.2021

Hertar sóttvarnir – Sundlaugar og líkamsræktir Fjarðabyggðar

Ríkisstjórnin kynnti í gær hertar sóttvarnaraðgerðir sem miða að því að stemma stigu við hraðri útbreiðslu COVID – 19 á Íslandi. Þessar ráðstafanir taka gildi þann 23. desember og má kynna sér þær á vef Stjórnarráðsins með því að smella hér.

Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar í Fjarðabyggð verða áfram opnar en þeim er heimilt að taka við 50% af leyfðum hámarksfjölda skv. starfsleyfi. Gætt verður sérstaklega að þrifum og sótthreinsun sameiginlegra snertiflata, og eru notendur líkamsræktarstöðva eru beðnir að sótthreinsa tæki eftir notkun.

Upplýsingar um opnunartíma um jól og áramót má finna hér.