mobile navigation trigger mobile search trigger
29.12.2018

Íþróttamaður Fjarðabyggðar 2018 - Ana Maria Vidal Bouza

Íþróttamaður Fjarðabyggðar var valinn við hátíðlega athöfn í grunnskólanum í Breiðdal laugardaginn 29. desember. Fyrir valinu varð Ana Maria Vidal Bouza úr Þrótti Neskaupstað.

Íþróttamaður Fjarðabyggðar 2018 - Ana Maria Vidal Bouza

Umsögnin um Ana Maria var svohljóðandir:

„Ana Maria (eða Valal) var ein af burðarásum gríðarlega öflugs kvennaliðs Þróttar á síðasta keppnistímabili. Valal er kappsamur íþróttamaður sem leggur sig alltaf 100% fram, innan vallar sem utan. Sem uppspilari liðsins stýrði hún liðinu vel og varð ein af driffjöðrunum í frábæru gengi liðsins sem varð allt í senn Íslands-, deildar- og bikarmeistarar á tímabilinu 2017 - 2018. Valal var valin mikilvægasti leikmaðurinn í bikarúrslitaleiknum og þá var hún einnig valin besti leikmaður Mizuno deildar kvenna á tímabilinu. Hreint ótrúlegur árangur!"

Aðrir sem tilnefndir voru til íþróttamanns Fjarðabyggðar 2018:

Anton Bragi Jónsson – Körfuknattleiksfélagi Fjarðabyggðar

Andri Gunnar Axelsson - Skíðafélagi Fjarðabyggðar

Bergdís Steinþórsdóttir – Brettafélagi Fjarðabyggðar

Daði Þór Jóhannsson - Leikni

Heiðbrá Björgvinsdóttir - Leikni

Jóhanna Lind Stefánsdóttir - Þrótti

Kristín Embla Guðjónsdóttir - Val

Særún Birta Eiríksdóttir – Þrótti 

Tómas Atli Björgvinsson - Austra 

Auk þess að heiðra ofantalda voru veittar viðurkenningar til þeirra einstaklinga sem hafa tekið þátt í landsliðsverkefnum á árinu.

Við óskum Ana Maria og öðrum afreksíþróttamönnum í Fjarðabyggð til hamingju með viðurkenningarnar og óskum þeim velfarnaðar á nýju ári.