mobile navigation trigger mobile search trigger
23.03.2020

Leiðrétting á gjöldum vegna þjónustuskerðingar

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í dag var samþykkt að gjöld verði leiðrétt vegna þeirrar skerðingar sem nú hefur orðið á þjónustu leikskóla, frístundar og skólamáltíða í Fjarðabyggð. Jafnframt var samþykkt að þeir dagar sem lokað verður í íþróttamiðstöðvum verði bætt aftan við gildistíma inneigna notenda.

Leiðrétting á gjöldum vegna þjónustuskerðingar

Er það gert til að koma til móts við þá foreldra sem hafa haft börn sín heima að undanförnu til að létta á starfi leikskólanna, og þá sem hafa þurft að vera í sóttkví og til að koma til móts við þá eigendur líkamsræktar og sundkorta sem nú geta ekki nýtt þjónustuna.

Var fjármálastjóra falið að vinna að útfærslu á þessu í samræmi við umræður á fundinum og í samvinnu við sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Með þessu vill bæjarráð koma til móts við foreldra og forráðamanna barna sem ákveða að hafa börn sín heima til að létta á starfsemi leikskóla eða vegna sóttkvíar og draga þá daga frá gjöldum.