mobile navigation trigger mobile search trigger
03.07.2023

Leikhópurinn Lotta sýnir söngleikinn Gilitrutt

Leikhópurinn Lotta sýnir söngleikinn Gilitrutt á Austurlandi dagana 22.-29.júlí. Tvær sýningar verða í Fjarðabyggð. Á Reyðarfirði 24. júlí og 27. júlí á frönskum dögum, Fáskrúðsfirði. Sýningaplan fyrir allar sýningar má finna á www.leikhopurinnlotta.is.

Leikhópurinn Lotta sýnir söngleikinn Gilitrutt

Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur, en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Í sumar eru liðin 10 ár frá því að Gilitrutt var frumsýnd hjá Leikhópnum Lottu en um er að ræða eitt vinsælasta verk hópsins frá upphafi. Í ævintýrinu um Gilitrutt fléttast saman sögurnar um geiturnar þrjár og Búkollu auk þjóðsögunnar um Gilitrutt. Að auki fá áhorfendur að kynnast bróður hennar Gilitruttar honum Bárði, fólkinu á bænum Bakka og fleiri skemmtilegum persónum úr Ævintýraskóginum.
Gilitrutt er sýning sem er hugsuð fyrir alla aldurshópa og eiga þar fullorðnir jafnt sem börn að geta skemmt sér saman. Þar sem sýningarnar eru oftast utandyra er um að gera að klæða sig eftir veðri, pakka smá nesti og hella vatni í brúsa og halda svo á vit ævintýranna í Ævintýraskóginum.