Árið 2025 verða átta listamannadvalir í Þórsmörk þar sem listamenn munu vinna að nýjum verkefnum, stunda staðbundnar rannsóknir og halda opnar vinnustofur og aðrar skemmtilegar uppákomur. Við erum spennt að kynna þá hæfileikaríku listamenn sem hlutu sæti í rannsóknardvölinni að þessu sinni.
Listamenn í rannsóknardvöl í Þórsmörk 2025

Umsókninar voru 16 talsins sem voru ýmist listamenn einir á vegum, tvíeyki eða listamannahópar. 26 einstaklingar sóttu því um listamannadvöl í Þórsmörk. Þar af var 6 sjálfstæðum listamönnum, einu listatvíeyki og einum listamannahóp boðið rannsóknarstöður í Þórsmörk árið 2025.
Það verður bara einn listamaður í senn í Þórsmörk og eru allar dvalirnar 4 vikur, fyrsta hefst 1. Apríl og síðustu lýkur 3. desember. Því eru 8 listamannadvalir í heildina staðfestar.
Eftirfarandi listamenn hafa staðfest 4 vikna rannsóknardvöl í Þórsmörk:
Charlotte Searle (f. 1998) frá Bretlandi verður í Þórsmörk í apríl og mun kanna dulspeki og kyngervi með sjálfvirkri skrifun og málaralist sinni. Hún hyggst leiða námskeið fyrir íbúa í samklippi, ljóðagerð og myndlist og hvetja til ómeðvitaðrar, tilraunakenndrar nálgunar við sköpun þeirra.
Einar Lúðvík Ólafsson (f. 1992) frá Íslandi verður í Þórsmörk í maí og mun einbeita sér að rannsóknum tengdum náttúru svæðisins, frásögnum íbúa og sögu svæðisins. Hann mun vinna í málverki, ritverki og skúlptúr með það markmið að halda sýningu í lok tímabilsins.
Regn Sólmundur Evu (f.1998) & Alda Örlygur (f.1988) frá Íslandi verða í Þórsmörk í júní og munu kanna hvernig og hvar megi finna mörk milli hins sagnfræðilega og þjóðsagnakennda. Þau munu nýta margvíslegar nálganir í þessari rannsókn, en munu vinna að vídeóinnsetningu samhliða textum, teikningum, ljósmyndum, hljóði og fundnum hlutum.
Josie Jones (f. 1999) frá Skotlandi verður í Þórsmörk í júlí og með innblæstri frá landslagi Fjarðabyggðar ætlar hún að rannsaka þörf manna til að safna náttúrulegum hlutum og hvernig þessi siður er staðbundin og hefur rætur sem rekja má til fortíðar.
Brenda Virginia Castro Rascón (f. 1983) frá Mexíkó verður í Þórsmörk í ágúst og ætlar að rannsaka íslenska ull í samstarfi við kindabændur á svæðinu, bæði sem mikilvægat efni í íslenskri menningu en líka sem tákn um líkamlega vernd frá náttúruöflunum.
Gudrita Lapé (f. 1990) frá Litháen og Íslandi verður í Þórsmörk í september og mun kanna gulrófur sem bragðtákn norðursins og tengsl þeirra við minningar og jarðveg.
Kvæðakórinn verður í Þórsmörk í Október. Kvæðakórinn er listamannahópur frá Íslandi sem mun vinna fjölbreytt verkefni en munu þau meðal annars vinna að plötu, semja texta og kvæði, vinna að tónlistarmyndbandi og undirbúa sýningu og tónleika sem verða hluti af lokaviðburði listamannahópsins.
Kata Jóhanness (f. 1994) frá Íslandi verður í Þórsmörk í nóvember og mun skoða sögu handverks í Fjarðabyggð, eiga samtöl við íbúa um handverk, hefðir þeirra og hvernig þeir upplifa breytingar á tímum. Einnig vill hún skoða handverksminjar á söfnum svæðisins.
Menningarstofa er spennt að taka á móti þessum listamönnum og vonum að íbúar Fjarðabyggðar taki vel í rannsóknir þeirra og viðburði í sveitarfélaginu.