mobile navigation trigger mobile search trigger
30.05.2023

Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð

Að venju verður margt um að vera í Fjarðabyggð í tilefni af sjómannadeginum.

Hér að neðan má sjá hátíðardagskrá sem fram fer á Eskifirði í Neskaupstað og á Fáskrúðsfirði.

Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð

Hátíðarhöld Sjómannadagsins í Neskaupstað 2023

Fimmtudagur 1.júní

11:35-13:30 Hádegishlaðborð á Hildibrand

18:30- Pizzahlaðborð í Hotel Capitano

16:00- Á Hildibrand; Drykkir, kaffi, vöfflur og skemmtilegheit        

Föstudagur 2.júní

10:00 Miðbærinn skreyttur og fánar dregnir að húni

11:45-13:30 Hádegishlaðborð á Hildibrand

16:00–20:00 Beituskúrinn í fullri drift.

17:00-21:00 Hildibrand opið í kvöldverð

23:00- Matti Matt og Jónsi ásamt hljómsveit Aldarinnar í Egilsbúð, 2000 kr inn og allur aðgangseyrir rennur beint til beztu björgunarsveitar landsins, Gerpis.

Laugardagur 3. júní

kl.10:00-12:00   Hópsigling Norðfirska flotans – allir velkomnir - talsamband á rás 12.

kl.11:30-13:30   „Bröns“ í Hotel Capitano

kl.14:00             Kappróður 

kl.16:00-03:00   Beituskúrinn í fullri drift.

kl.19:00-            Hátíðarkvöldverður sjómanna á Hildibrand, skráning á hildibrand@hildibrand.is

kl.22.00-           Sjórokk 23 í Egilsbúð. SúEllen, Dúkkulísur og fl. 2000 kr inn sem rennur beint í minningarsjóð Ingvars Lundberg. Húsið opnar kl. 21:00

Sunnudagur  4.júní

09:30 Skip og bátar draga íslenska fánann að húni –bæjarbúar flaggi sem víðast.

10:00 Sjómannadagsmót GN og Gjögurs á Norðfjarðarvelli

11:00 Dorgveiðikeppni 12 ára og yngri á Bæjarbryggjunni - pylsur að hætti Jóns Gunnars í boði SVN. Þáttakendur skulu vera í björgunarvestum og mæta vel fyrir tímann.

14:00 Hátíðarmessa í Norðfjarðarkirkju, heiðrun sjómanna

Séra Benjamín Hrafn og séra Bryndís Böðvarsdóttir þjóna fyrir altari, Kór Norðfjarðarkirkju syngur undir stjórn Kaido Tani. Andri Snær flytur harmonikkutóna. Að messu lokinni verður blómsveigur lagður að minningarreit um óþekkta sjómanninn. 

14:30 -18:00 Kaffisala Gerpis að Nesi Allur ágóði rennur til björgunarstarfa sveitarinnar.

15:30 Glens og gaman við sundlaugina: 

  • Reiptog, koddaslagur og fleira, skráning hjá Dóra Sturlu. 8683513.
  • Verðlaunaafhendingar.

16:00-00:00 Beituskúrinn opinn fyrir drykki, kaffi, kakó, vöfflur, kökur og skemmtilegheit

Hvetjum alla sem hlotið hafa heiðursmerki Sjómannadagsins til þess að bera það.

Sjómannadagsráð Neskaupstaðar og samstarfsaðilar:

Bjsv Gerpir, Haki, Sún, SVN, G. Skúlason og Hafnarsjóður Fjarðabyggðar.

Allar fyrirspurnir vinsamlegast sendar á  sjoradnes@gmail.com

Kaupið merki dagsins!

Hátíðarhöld Sjómannadagsins á Eskifirði

Fimmtudagur 1. júní

Fjör á Eyrinni

16:00-18:30 Siglingaklúbbur Austurlands leyfir gestum að prufa kajaka, seglbáta og fl.
Björgunarsveitin Brimrún verður með báta til að leyfa börnum að fara með ferð um fjörðinn

Grillaðir Fossburgers handa öllum í boði Eskju

Sjósund fyrir þá sem þora og heiti potturinn á eftir fyrir sundgarpana

22:00 Pubquiz í Valhöll - opið til 01:00
          Grétar skipper sér um Sjómanna pubquiz

Föstudagur 2. júní

18:00-20:00 Sundlaugadiskó

(Allir að mæta með góða skapið, uppblásnu dýnurnar og sólstólana)

** Fullorðnir verða að koma í fylgd með börnum/unglingum **

21:30 til 01:00 Andri Bergmann og Valli - sjötta barnið, halda uppi fjörinu í Randulffs Sjóhúsi

Laugardagur 3. júní

11:00 Dorgveiðikeppni bryggjunni fyrir neðan Laxa
(skylda er að vera í vesti og í fylgd með fullorðnum, vesti verða á staðnum)

13:00 – 14:00 Hópsigling með Jóni Kjartanssyni og Guðrúnu Þorkeldsdóttir  

14:30 – 16:30 eða strax þegar sigling kemur í land verða þrautir og afþreying út á Mjóeyri, þar sem hægt verður að fara í þrautabrautir, koddaslag, bardagahring, bubblubolta og fl.

17:00 – 20:00 Tónleikar á Eskju túninu með KK, Gunna Óla, Pál Óskar og fleirum.

Heima í stofu tónleikar í garðinum hjá Valla og Elínu við hliðina á grunnskólanum ** Frír aðgangur **

20:30 – 21:30 Andri Bergmann
21:30 – 22:30 KK
22:00 Valhöll opnar
23:00 Gunni Óla heldur uppi fjörinu í Valhöll  ** Frír aðgangur **
00:00 – 03:00 Dansleikur með Pál Óskar  ** Frír aðgangur **

Sunnudagur 4. júní

11:00 Sjómannamessa í Eskifjarðarkirkju

12:00 Athöfn við minnisvarðann um drukknaða sjómenn  - Sjómaður heiðraður
          Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri fer með hátíðarræðu

13:00 – 17:00 Fjölskyldudagskrá á túninu, frítt í hoppukastala, Sveppi og Villi skemmta krökkunum

15:00 - 17:00 Slysavarnarfélagið með kaffiveitingar í Valhöll í boði Eskju

Sölutjöld velkomin alla helgina, hafið samband í gegnum facebook síðu Sjómannadagurinn á Eskifirði fyrir nánari upplýsingar. 

Nánari upplýsingar um dagskrá verður kynnt á Facebook

Styrktaraðilar Sjómannadagsins eru Eskja og Fjarðabyggð 

Hátíðarhöld Sjómannadagsins á Fáskrúðsfirði

Laugardagurinn 3. júní

10:00 Skemmtisigling í boði Loðnuvinnslunnar, farið verður frá frystihúsbryggjunni. Að lokinni hópsiglingu á laugardag, 3, júní, verður stutt athöfn inni við smábátahöfn, þar sem Sr. Jóna Kristín mun blessa björgunarbátinn Hafdísi og verður til sýnis að því loknu

Sunnudagur 4. júní

14:00 Sjómannamessa í Fáskrúðsfjarðakirkju, með þátttöku sjómanna.

Kór kirkjunnar syngur sjómannalög við gítarundirspil. Barn borið til skírnar. Minningarstund og blómsveigur lagður við minnisvarðann um þá sem látist hafa við störf sín á hafinu. Sjómannadagskaffi Slysavarnardeildarinnar, Hafdísar í Skólamiðstöðinni eftir messuna. Samfögnum sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Gleðilegan sjómannadag.

15:00 Sjómannadagskaffi Slysavarnadeildarinnar Hafdísar í skólamiðstöðinni.