mobile navigation trigger mobile search trigger
29.12.2022

Staða mála vegna rafmagnsleysis á Reyðarfirði

Núna kl. 12:30 funduðu fulltrúar Fjarðabyggðar með Rarik nú þar sem farið var yfir stöðu mála vegna rafmagnsleysisins sem verið hefur a Reyðarfirði síðan í morgun. Alvarleg bilun varð í spenni á Stuðlum en Starfsmenn Rarik vinna nú að því að greina bilunina og verið er að bregðast við stöðu mála. 

Staða mála vegna rafmagnsleysis á Reyðarfirði

Nú er unnið aðþví að flytja varaafl frá Akureyri, Seyðisfirði og Dalvík, auk þess sem vara spennir er einnig á leið frá Akureyri en færð á vegum hefur áhrif á hversu hratt þeir flutningar ganga. Ljóst er að rafmagnsleysið mun standa í einhverja klukkutíma til viðbótar í það minnsta. Fjarðabyggð og RARIK munu funda aftur um stöðu mála núna kl. 16:00. Við hvetjum fólk sem þess þarf að hafa samband við skrifstofu Fjarðabyggðar í síma 470 9000 ef það þarf á aðstoð að halda. Fundað verður aftur klukkan 16:00 í dag og farið yfir stöðu mála.

Frekari upplýsingar verða settar hér inn þegar þær berast. 

Einnig er hægt að fylgjast með á heimasíðu Rarik.