SVIÐSSTJÓRI skipulags- og framkvæmdasviðs
Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs hefur með höndum undirbúning stefnumótunar í þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið, stýrir rekstri starfseminnar og hefur forystu á sviði framkvæmda og viðhalds innan bæjarins og við hafnir, hvort sem um er að ræða starfsemi á eigin vegum eða á grunni útboða eða þjónustusamninga við birgja. Þá er það hlutverk sviðsstjóra að þróa og útfæra leiðir til þess að hámarka þjónustu við notendur þjónustunnar sem eru ýmist íbúar Fjarðabyggðar eða notendur hafna.
Sviðsstjóri leiðir vinnu við undirbúning útboða á sviði verklegra framkvæmda bæði á sviði framkvæmda bæjarins, veitna og við hafnir og tryggir þannig að kaupkraftur Fjarðabyggðar nýtist til fullnustu báðum sviðum bæjarins. Gert er ráð fyrir því að ýmist bjóði bærinn, veitur eða hafnirnar út einstaka flokka verka en þá fyrir hönd beggja og þannig verði tryggt að umfang viðskiptanna leiði fram rétt verð bæði fyrir A-hluta sveitarfélagsins og hafnarsjóð.
Sviðsstjóri samræmir þá áætlunargerð sem fram fer á vegum sviðsins, býður út verkefni og samræmir þau á grunni innkaupareglna sveitarfélagsins. Þá skal hann halda verkefnaskrá yfir framkvæmdir og stöðu viðhaldsmála sveitarfélagsins, veitna og Fjarðabyggðarhafna.
Stefna Fjarðabyggðar í umhverfismálum byggir á grunni sjálfbærrar þróunar, eins og hún er sett fram í stefnu stjórnvalda um Velferð til framtíðar. Umhverfisviðmiðin sem sveitarfélagið starfar eftir skiptast í fjóra meginflokka. Þeir eru; heilnæmt og öruggt umhverfi, verndun náttúru Íslands, sjálfbær nýting auðlinda og hnattræn viðfangsefni. Litið er svo á að heilnæmt umhverfi og sátt sambúð manns og náttúru varði velferð Fjarðabyggðar og framtíðarhag. Í framkvæmd byggja umhverfismál á samstarfi sveitarfélags og íbúa. Liður í umhverfisstefnu Fjarðabyggðar er að stuðla að aukinni endurvinnslu á sorpi og endurvinnanlegum úrgangi.
Á skipulags- og framkvæmdasviði er unnið að skipulags- og byggingarmálum Fjarðabyggðar. Það fylgir eftir aðalskipulagi sveitarfélagsins, annast aðal- og deiliskipulagsgerð, útgáfu leyfisveitinga á sviði skipulags- og byggingamála og hefur eftirlit með verklegum framkvæmdum. Gildandi aðalskipulag er til ársins 2027 og var við gerð þess lögð áhersla á víðtækt samráð við íbúa Fjarðabyggðar og aðra haghafa.
Þá ber hann ábyrgð á undirbúningi stefnumótunar í framkvæmdum, gæðakröfum í byggingu fasteigna og viðhaldi þeirra og samskiptum við leigutaka sem nýta mannvirki bæjarins. Umhverfismál, þ.m.t. torg, opin svæði og bæjargarðar eru í umsýslu hans.
Hann ber ábyrgð á söfnun og meðferð úrgangs og verkefnisstjórn vinnuskóla. Hann hefur yfirumsjón með málefnum, eignasjóðs, þjónustumiðstöð og tækjamiðstöð og umferðar- og umferðaröryggismálum.
Hann ber ábyrgð á nýbyggingarverkefnum og hönnunar- og byggingarstjórn og vinnur með fagnefnd málaflokksins að tillögu til bæjarráðs um forgangsröðun nýframkvæmda og viðhaldsáætlanir fasteigna bæjarins.
Hann ber ábyrgð á þjónustu og faglegum stuðning við fagnefnd málaflokksins og skal gæta þess að mál sem lögð eru fyrir nefndina séu vel undirbúin og greinargóð. Hann skal jafnframt sjá til þess að ákvörðunum nefndarinnar sé fylgt eftir og hrundið í framkvæmd.
Hann ber ábyrgð á þjónustu og faglegum stuðning við fagnefnd málaflokksins og skal gæta þess að mál sem lögð eru fyrir nefndina séu vel undirbúin og greinargóð. Hann skal jafnframt sjá til þess að ákvörðunum nefndarinnar sé fylgt eftir og hrundið í framkvæmd.
STARFSFÓLK SKIPULAGS- OG FRAMKVÆMDASVIÐS
Nafn | Starfsheiti | Símanúmer | Netfang |
---|---|---|---|
Ari Sigursteinsson | Bæjarverkstjóri | 470 9000 | |
Aron Leví Beck | Skipulags- og byggingarfulltrúi | 470 9000 | |
Birgitta Rúnarsdóttir | Verkefnastjóri Fjarðabyggðarhafna | 470 9016 | |
Helga Björk Einarsdóttir | Garðyrkjustjóri | 470 9048 | |
Inga Ósk Rúnarsdóttir | Þjónustufulltrúi skipulags- og byggingarmála | 470 9012 | |
Íris Dögg Aradóttir | Verkefnastjóri á framkvæmdasviði | 470 9035 | |
Jón Grétar Margeirsson | Fasteigna- og framkvæmdafulltrúi | 470 9096 | |
Svanur Freyr Árnason | Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs | 470 9039 |