Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar leitar eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi til starfa á næturvöktum á heimili fyrir fatlað barn í Neskaupstað.
Um er að ræða vakandi næturvaktir og mikilvægt að einstaklingur getur unnið sjálfstætt. Vinnan felst í að fylgjast með líðan og heilsu barnsins og aðstoða það eftir þörfum, sem eru meðal annars aðstoð við athafnir dagslegs lífs.
Í boði er tímabundin vinna við afleysingu.