mobile navigation trigger mobile search trigger
07.11.2023

Starfsmaður í barnavernd Fjarðabyggðar

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar auglýsir eftir starfsmanni í 100 % stöðu í barnavernd. Helstu verkefni er meðferð og vinnsla barnaverndarmála og eftirfylgni þeirra, auk þáttöku í þverfaglegu forvarnateymi Fjarðabyggðar.

Fjarðabyggð er öflugt, vaxandi samfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni fjölskyldna og barna. Á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og stuðning starfsmanna í teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast fjölskyldum og börnum með það markmið að efla lífsgæði og hagsæld þeirra.

Starfslýsing: Starf sérfræðings í barnavernd heyrir undir stjórnanda barnaverndar. Starfsmaður vinnur sem hluti af þverfaglegu teymi og sinnir einnig ráðgjöf innan barnaverndar.

Helstu verkefni:

  • Vinnsla barnaverndarmála
  • Ráðgjöf við foreldra og börn
  • Samtarf við leik- og grunnskóla og aðrar stofnanir er tengjast börnum
  • Starfsmaður forvarnarteymis Fjarðabyggðar, Spretts.

Menntun og hæfniskröfur:

  • Félagsráðgjöf eða sambærileg menntun.
  • Reynsla af starfi barnaverndar æskileg
  • Góð alhliða tölvukunnátta, þekking á OneSystem kostur
  • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi er mikilvægt
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Bílpróf er skilyrði
  • Hreint sakavottorð

Starfslýsing starfsmaður í barnavernd

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag. Öll kyn eru hvött til að sækja um stöðuna.

Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember 2023

Nánari upplýsingar um starfið veitir Inga Rún Beck Sigfúsdóttir, ingarun@fjardabyggd.is stjórnandi barnaverndar í síma 470 9000

Sótt er um starfið inn á ráðningarvef Fjarðabyggðar