FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
Tveir verkefnastjórar sjá um allar félagsmiðstöðvarnar í Fjarðabyggð ásamt starfsmönnum þeirra og ungmennum. Félagsmiðstöðvarnar eru sex talsins. Félagsmiðstöðvunum er ætlað að mæta þörfum barna í fjarðabyggð á aldrinum tíu til sextán ára. Í starfinu er lögð áhersla á uppbyggilegt og gefandi félagsstarf í frítíma þeirra. Áhersla er lögð á fjölbreytt og faglegt starf. Markmiðið er að nálgast sem flest ungmenni og finna lausnir fyrir börn sem þurfa á félagslegum stuðning að halda. Í öllum félagsmiðstöðvum starfa unglingaráð sem móta viðfangsefni líðandi stundar í félagsmiðstöðinni og eru málsvarar unglinganna. Sjá nánar um opnunartíma hverrar miðstöðvar hér að neðan.
Forvarnir innan félagsmiðstöðvanna eru gerðar með óformlegum hætti, og ýmsar leiðir eru nýttar til þess að nálgast ákveðin viðfangsefni. Forvarnir snúa því að efla ungmennin til þess að takast á við lífið á sem heilbigðastan hátt. Það kostar ekkert að koma í félagsmiðstöðina á opnunartíma. Kostnaður vegna dansleikja, tónleika og annarra viðburða er haldið í lágmarki en ferðalög eru yfirleitt greidd með fjáröflun unglinganna. Félagsmiðstöðvarnar í Fjarðabyggð eru opnar einu sinni til þrisvar í viku á starfstíma skólanna, frá ágúst til maí.
Opnunartímar eru frá kl. 20:00-22:00 á virkum dögum og frá 20:00 - 23:00 á föstudögum. Jafnframt er opið fyrir nemendur 5. - 7. bekkjar einu sinni í viku frá kl. 17:00-19:00.
Hægt er að leigja eftirfarandi félagsmiðstöðir undir einkasamkvæmi.
- Félagsmiðstöðin Atóm
- Félagsmiðstöðin Knellan
- Félagsmiðstöðin Zveskjan
- Félagsmiðstöðin Hellirinn
- Félagsmiðstöðin Stöðin
Vinsamlegast hafið samband við Eyrúnu Ingu, deildarstjóra tómstunda og forvarnarmála á netfanginu eyruninga@fjardabyggd.is til þess að bóka húsnæði fyrir einkasamkvæmi.
Verð á útleigum eru samkvæmt gjaldskrá fyrir félagsmiðstöðvar í Fjarðabyggð 2023, sem hægt er að sjá hér