FJÁRHAGSAÐSTOÐ
Rétt á fjárhagsaðstoð eiga þeir sem eiga lögheimili í Fjarðabyggð, hafa tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum og geta ekki séð sér og sínum farborða með öðrum hætti, skv. VI kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Fjárhagsaðstoð getur verið í formi láns eða styrks. Sé fjárhagsaðstoð veitt í formi láns er lánið vaxtalaust.
Fjárhagsaðstoð er veitt í tengslum við félagslega ráðgjöf og önnur úrræði eftir því sem við á hverju sinni, til dæmis virka atvinnuleit, endurhæfingu, eða annars konar meðferð og er markmiðið ávallt að hjálpa einstaklingum til sjálfshjálpar.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast í Íbúagátt Fjarðabyggðar.