Heimaþjónusta
Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að efla þjónustuþega til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður. Rétt til félagslegrar heimaþjónustu geta þeir átt sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, veikinda, barnsburðar eða fötlunar.
Að jafnaði er þó ekki veitt heimaþjónusta ef aðrir heimilismenn, 18 ára og eldri, geta annast hana. Greitt er fyrir heimaþjónustu samkvæmt gjaldskrá.