mobile navigation trigger mobile search trigger

SÉRSTAKUR HÚSNÆÐISSTUÐNINGUR

Sérstakur húsnæðisstuðningur er annars vegar fyrir þá einstaklinga 18 ára og eldri sem ekki eru færir um að sjá sér og sínum fyrir húsnæði sökum lágra tekna, þungrar framfærslubyrði eða annarra félagslegra aðstæðna og hins vegar fyrir foreldra 15-17 ára nemenda sem búa á heimavist eða á námsgörðum. Sérstakur húsnæðisstuðningur er veittur  skv. 2. mgr. 45. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Reglur Fjarðabyggðar um sérstakan húsnæðisstuðning má nálgast hér

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast í Íbúagátt Fjarðabyggðar.

Gögn sem fylgja þurfa umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning

  • 18 ára og eldri

  • Staðgreiðsluskrá RSK fyrir umsækjanda og þá sem með honum búa og hafa náð 18 ára aldri.
  • Núverandi leigusamningur.
  • 18 ára og eldri

  • Staðfest afrit af síðasta skattframtali umsækjanda og annarra heimilismanna 18 ára og eldri.
  • 15, 16 og 17 ára

  • Staðfesting frá viðkomandi framhaldsskóla.
  • Leigusamningur á heimavist eða námsgarð.
  • Fái umsækjandi umsókn sína um sérstakan húsnæðisstuðning samþykktan gildir samþykktin í 12 mánuði og þarf að endurnýja umsóknina að þeim tíma liðnum.

Almennar húsnæðisbætur

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annast framkvæmd húsnæðisbóta (áður almennar húsaleigubætur) samkvæmt lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016.

Vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar má finna hér

ÁBENDINGAR

Hægt er að senda inn ábendingar í gegnum ábendingagátt Fjarðabyggðar:

https://www.fjardabyggd.is/abending

YFIRSTJÓRN

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs 

TENGD SKJÖL