Heilsa, öryggi og vinnuvernd
Stofnunum Fjarðabyggðar ber að sjá starfsfólki sínu fyrir öruggu og heilsusamlegu starfsumhverfi. Starfsfólk er hvatt til að huga vel að eigin velferð á vinnustað, enda sé það á sameiginlegri ábyrgð þess og stjórnenda að skapa uppbyggilegan vinnustað.
Starfsmenn Fjarðabyggðar neyta ekki vímuefna á vinnutíma eða eru undir áhrifum þeirra við störf. Tóbaksreykingar eru ekki heimilar í og við stofnanir sveitarfélagsins eða í farartækjum í eigu þess.