Laun og starfskjör
Laun starfsmanna Fjarðabyggðar eru ákvörðuð í kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga og samninganefndar sveitarfélaga. Sem vinnuveitandi sættir sveitarfélagið sig ekki við kynbundinn launamun. Einnig leitast það við eftir fremsta megni, að tryggja starfsfólki samkeppnishæf laun í samanburði við önnur sveitarfélög.
Lögð er áhersla á að starfskjör ýti undir virkni starfsfólks bæði í leik og starfi. Í því felst að starfsmönnum standi til boða styrkir til líkamsræktar, íþróttaiðkunar og útivistar, námskeiða og náms. Sveitarfélagið leitast jafnframt við að afla starfsmönnum eða skemmtifélagi starfsmanna vildarkjara sem tengjast innkaupum þess.