Starfsáætlanir og árangursmat
Fjárveitingar hvers árs skulu taka tillit til eðlilegrar mönnunar stofnunar og þörf hennar til þróunar í mannauðsmálum. Ef álag er mikið á stofnanir eða ef leysa þarf úr brýnum starfsmannamálum skulu bæjaryfirvöld leitast við að hafa nauðsynlegt fjármagn tiltækt.
Áhersla er lögð á að fylgst sé með árangri starfsmanna í starfi með hliðsjón af starfsáætlunum og aðstæðum í hverri stofnun. Mikilvægt er að starfsmenn fái endurgjöf, að mælikvarðar séu raunhæfir og að árangursmarkmið séu sett hvetjandi fram.