mobile navigation trigger mobile search trigger

Starfsáætlun og fræðsla

Starfsmenn eiga rétt á starfsþróunarsamtali einu sinni á ári og skal yfirmaður hafa frumkvæði að því að boða til samtalsins á fyrsta ársfjórðungi. Stjórnendum ber jafnframt að stuðla að góðum og opnum samskiptum við starfsmenn.

Sveitarfélagið leggur áherslu á að starfsmenn eigi kost á samfelldum starfsferli þar sem þekking hvers og eins og reynsla nýtist sem skyldi. Starfsþróun er skipulögð með sí- og endurmenntun sem er við hæfi og gagnast starfsemi viðkomandi vinnustaðar.