Skemmtifélag starfsmanna Fjarðabyggðar (SSF) er sameiginlegur félagsskapur starfsmanna hjá Fjarðabyggð. Auk þess að halda utan um skemmtanir og annan gleðskap, er tilgangur félagsins sá að afla félagsmönnum hópafslátta á vörum og þjónustu. Þá er félaginu einnig ætlað að mynda vettvang sem nýst getur félagsmönnum til fræðslu og eflingar í starfi og leik.
Félagsmenn eru allir fastráðnir starfsmenn hjá Fjarðabyggð í hálfu starfi erða meira. Nánari upplýsingar eru veittar á starfsmenn@fjardabyggd.is.
Stjórn SSF er kjörin til tveggja ára í senn. Fyrstu stjórn félagsins skipa Stella Rut Axelsdóttir, formaður (Norðfjörður), Hildur Vala Þorbergsdóttir (Norðfjörður), Jón Hilmar Kárason (Norðfjörður), Guðrún Margrét Björnsdóttir (Eskifjörður), Hrönn Reynisdóttir (Eskifjörður), Andrea Borgþórsdóttir (Reyðarfjörður), Ólöf Gísladóttir (Reyðarfjörður), Guðfinna Erlín Stefánsdóttir, (Fáskrúðsfjörður), Heiðrún Ósk Ölverdóttir Michelsen (Fáskrúðsfjörður) og Jóna Petra Magnúsdóttir (Stöðvarfjörður). Andrea hefur verið starfandi formaður frá 10. september 2015, í kjölfar þess að Stella Rut baðst lausnar frá störfum formanns.