Fjarðabyggð og Múlaþing kynna sérstaka páskapassa á skíðasvæðin í Oddsskarði og Stafdal
28.03.2025
Sveitarfélögin Fjarðabyggð og Múlaþing munu bjóða uppá páskapassa fyrir páskahátíðina árið 2025. Passarnir gilda fyrir bæði skíðasvæðin í Oddsskarði og Stafdal og eru ætluð til að hvetja bæði heimamenn og ferðafólk til að nýta sér þau útivistartækifæri Austurlands yfir páskana.