mobile navigation trigger mobile search trigger
23.11.2018

Fræðslunámskeið fyrir foreldra barna í Fjarðabyggð sem fædd eru 2016 og 2017

Fjarðabyggð, barnavernd Fjarðabyggðar og Heilbrigðisstofnun Austurlands bjóða foreldrum barna sem fædd eru 2016 og 2017 í Fjarðabyggð á fræðslunámskeið í næstu viku. 

Fræðslunámskeið fyrir foreldra barna í Fjarðabyggð sem fædd eru 2016 og 2017
Eyrarvellir í Neskaupstað - Mynd: Hlynur Sveinsson

Á námskeiðinu munu leikskólarnir í Fjarðabyggð kynna uppeldisstefnur skólanna, Uppeldi til ábyrgðar og ART, Heilbrigðisstofnun Austurlands mun fjalla um þroska barna og gagnleg uppeldisráð fyrir unga foreldra og barnavernd Fjarðabyggðar kynnir starfsemi barnaverndar.

Námskeiðið er foreldrum að kostnaðarlausu og það verður haldi á tveimur stöðum í Fjarðabyggð. Annars vegar í Kærabæ, Fáskrúðsfirði, 27. nóvember kl. 20:00–21:30 (gengið inn grunnskólamegin) og hins vegar í leikskólanum Eyrarvöllum í Neskaupstað  29. nóvember kl. 20:00-21:30.

Vonandi sjá sem flestir foreldrar, allstaðar úr Fjarðabyggð, sér fært að mæta.

Boðið verður upp á léttar veitingar. Af þeim sökum er gagnlegt að vita fjölda þátttakenda. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til skólastjórnenda í hverjum byggðarkjarna ekki síðar en mánudaginn 26.  nóvember.

 

Netföng skólanna eru:

Eyrarvellir: eyrarvellir@skolar.fjardabyggd.is 

Dalborg: dalborg@skolar.fjardabyggd.is 

Lyngholt: lyngholt@skolar.fjardabyggd.is 

Kæribær: kaeribaer@skolar.fjardabyggd.is   

Breiðdalsvík og Stöðvarfjörður: sto@skolar.fjardabyggd.is 

Frétta og viðburðayfirlit