mobile navigation trigger mobile search trigger

Franska safnið býður í heimsókn í tilefni alþjóðlega safnadagsins

18.05.2024 - 18.05.2024

Klukkan 10:00 - 18:00

Í tilefni af alþjóðlega safnadagsins verður gjaldfrjálst í Franska safnið á Fáskrúðsfirði, laugardaginn 18. maí.
Yfirskrift safnadagsins í ár er Söfn í þágu fræðslu og rannsókna sem eru nátengd hlutverk í starfsemi safna og geta ekki án hvors annars verið. 
Franska safnið býður í heimsókn í tilefni alþjóðlega safnadagsins
Söfn þurfa að horfa til framtíðar, og höfða til nýrra kynslóða á meðan þau þjóna þeim samfélögum sem þau lifa og hrærast í um leið og þau þurfa að fylgjast með nýjum straumum og stefnum.
Í Fjarðabyggð eigum við mörg glæsileg söfn sem við getum verið stolt af. Franska safnið opnaði fyrir gestum þann 15. maí en Sjóminjasafnið á Eskifirð, Safnahúsið í Neskaupstað og Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði opna öll fyrir gestum þann 1. júní.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í sumar og á laugardaginn kemur þar sem nýtt safnabingó fyrir börnin verður prufukeyrt.

Frétta og viðburðayfirlit