Bæjarráð bókaði eftirfarandi bókun vegna fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum Egilsstaðaflugvallar: Fjarðabyggð mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum Egilsstaðaflugvallar. Með fyrirhugaðri gjaldtöku er verið að setja á fót landsbyggðarskatt sem veldur óhóflegri hækkun á flugi fyrir íbúa landsbyggðarinnar.
28.05.2024
Bókun bæjarráðs vegna gjaldtöku á bílastæðum Isavia.
Innanlandsflug frá Austurlandi er mikilvægur hlekkur í almenningssamgöngum til og frá Austurlandi þar sem landleiðin er tímafrek og oft á tíðum ekki valkostur. Aðgengi að mikilvægri þjónustu og stjórnsýslu á höfuðborgarsvæðinu þarf að vera greið. Þessi hækkun kemur verst niður á viðkvæmum hópum sem þurfa aðstæðna vegna að sækja þjónustu á höfuðborgarsvæðið t.a.m. heilbrigðisþjónustu.