mobile navigation trigger mobile search trigger
13.05.2024

Lögreglan á Austurlandi hittir ungmennaráð Fjarðabyggðar og Múlaþings

Lögreglunni á Austurlandi bauðst á dögunum að hitta ungmennaráð Fjarðabyggðar og Múlaþings. Þar gafst tækifæri til að kynna starfsemi lögreglu og áherslur auk þess að svara spurningum og reifa skoðanir og sjónarmið.
Lögreglan á Austurlandi hittir ungmennaráð Fjarðabyggðar og Múlaþings

Lögreglan er nú að vinna að því að ná til ungs fólks, opna boðleiðir og vera í góðum samskiptum við ungt fólk. Lögreglan er að vinna með lykil hagaðilum á Austurlandi undir hatti Öruggara Austurland. Á síðasta ári var skrifað undir samstarfsyfirlýsingu vegna verkefnisins. Um er að ræða fyrsta svæðisbundna samráðið um afbrotavarnir hérlendis. Samhliða var haldið málþing um stöðuna á Austurlandi. Rannsóknir gefa til kynna að umfang ofbeldisbrota í fjórðungnum sé sambærilegt og annars staðar en aðeins hluti málanna sé tilkynntur lögreglu eða öðrum yfirvöldum.

Að samstarfinu koma embætti lögreglustjóra og sýslumanns, öll sveitarfélögin fjögur ásamt Austurbrú og Sambandi sveitarfélaga, Heilbrigðisstofnun Austurlands, framhaldsskólanir, Austurlandsprófastsdæmi og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands.

Samstarfið felur meðal annars í sér forvarnir gegn afbrotum. Þegar hafa verið stigin skref í þá átt, til dæmis með verklagi lögreglu gegn heimilisofbeldi þar sem unnið er með félagsþjónustu sveitarfélaga og barnavernd, þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldi, samvinnu um öruggara skemmtanalíf án ofbeldi og forvarnir gegn áfengis- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna.

Með Öruggara Austurlandi er stefnt að aukinni samstarfi milli lykilaðila, meðal annars að reyna að greina þróun í samfélaginu eða hegðun sem síðan getur leitt til afbrota þannig hægt sé að grípa inn í einstaklingsbundið eða með stærri almannaheillaverkefnum áður en til þeirra kemur. Talað er um samfélagslöggæslu þar sem tengsl milli lögreglu og nærsamfélaga eru styrkt, til dæmis með sameiginlegum viðburðum, fundum eða heimsóknum.

Frétta og viðburðayfirlit