Nú þegar vor er komið í loftið þá er komið að lokum skíðatímabilsins í Oddsskarði.
Óhætt er að segja að þetta hefur verið einn sá besti vetur um langa hríð. Þrátt fyrir að lokað hafi verið alla páskanna sökum veðurs.
Núverandi tímabil fór framúr framúr okkar björtustu vonum og var fjallið opið í 95 daga og var opið annað hvort laugardag eða sunnudag allar helgar fram að páskum. Um páskana var lengsta samfelda lokunin eða 6 dagar.
Farnar voru um 107 þúsund ferðir og fengum við um 10 þúsund gesti í fjallið. Samanborið við veturinn 22/23 var opið í 43 daga og fengum við um 2.832 gesti og farnar voru 29.364 ferðir. Veturinn 21/22 var opið í 60 daga, gestirnir um 1.821 og farnar voru 52.205 ferðir