mobile navigation trigger mobile search trigger
16.05.2024

Vor í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð boðar til árlegrar vorhreinsunar dagana 20. – 25. maí 2024. Bæjarstarfsmenn munu sjá um að hirða alla ruslapoka og annað rusl sem safnast hefur saman í lok ruslatínslu. Við hvetjum alla íbúa, fyrirtæki, félagasamtök, og skóla til að taka þátt í þessu samfélagsverkefni og leggja sitt af mörkum. Gerum okkur glaðan dag og tökum höndum saman að fegra nærumhverfið. Við hvetjum til almenns viðburðarhalds eins og t.d. hverfagrill eða skemmtilegra viðburða í lok hreinsunnar.

Fylgið okkur á samfélagsmiðlum undir #voríFjarðabyggð og ,,tagga" okkur á @Fjarðabyggð

Vor í Fjarðabyggð

Af því tilefni fóru starfsmenn bæjarskrifstofunnar út og tíndu rusl og hreinsuðu í kringum og í nágrenni við skrifstofur sveitarfélagsins og meðfram Búðará. Að lokum var boðið uppá grillaðar pylsur á Kaffi Kósy. 

Fyrir frekari upplýsingar um Vor í Fjarðabyggð má nálgast hér

Fleiri myndir:
Vor í Fjarðabyggð
Vor í Fjarðabyggð
Vor í Fjarðabyggð
Vor í Fjarðabyggð
Vor í Fjarðabyggð
Vor í Fjarðabyggð
Hluti af því rusli sem starfsmenn plokkuðu

Frétta og viðburðayfirlit