mobile navigation trigger mobile search trigger
12.01.2024

Húsvörður

Húsvörður

Fjarðabyggð auglýsir laust til umsóknar starf húsvarðar á framkvæmda- og umhverfissviði. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf við umsjón og viðhald fasteigna bæjarfélagsins.

Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

  • Eftirlit og umsjón með húsnæði, búnaði og lóðum.
  • Smærra viðhald fasteigna, lóða, húsgagna og innréttinga.
  • Skráning upplýsinga og umhald þeirra vegna viðhalds á eignum.
  • Eftirlit og umsjón með rekstri á hita-, öryggis-, eldvara- og loftræstikerfum.
  • Eftirlit eldvarnavarna.
  • Eftirlit með aðgengismálum stofnana.
  • Eftirlit með loftgæðum og umgengnismálum í stofnunum.
  • Vinna að öryggismálum og forvörnum vegna áhættu í rekstri.
  • Eftirlit og umsjón með snjómokstri og hálkueyðingu á lóðum stofnana.

Hæfniskröfur húsvarðar:

  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi er áskilin.
  • Meistaramenntun í iðn er kostur.
  • Þekking og reynsla af rekstri hita-, loftræsti- og öryggiskerfa er mikilvæg.
  • Reynsla af framkvæmda- og viðhaldsverkefnum er mikilvæg.
  • Reynsla af umhaldi upplýsinga um verk og tímaáætlanir er kostur.
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð eru mikilvæg.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum er mikilvæg.

Starfslýsing húsverðir stofnanna

Launakjör eru skv. kjarasamningi hlutaðeigandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Fjarðabyggðar. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Jón Grétar Margeirsson, framkvæmda- og fasteignafulltrúi í síma 869-2474 eða á netfanginu jon.gretar.margeirsson@fjardabyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2024

Sótt er um starfið inná ráðningarvef Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit