Flestir kannast við vinalega bangsann hann Bangsimon, vini hans Gríslinginn, Kaniku, Eyrnaslapa og Ugluna svo þau þarf vart að kynna. Í höndum Lottu hefur þessum sögum verið gefið nýtt líf og lifna persónurnar nú loksins við frammi fyrir augunum á okkur.
Leikhópurinn Lotta
Eins og Lottu er von að vísa eru 10 glæný íslensk lög í sýningunni, mikið af dönsum og heill hellingur af bröndurum, bæði fyrir börn og fullorðna. Sýningin er klukkutími að lengd og skipta fimm leikarar á milli sín öllum hlutverkum.
Höfundur verksins er Anna Bergljót Thorarensen en þetta er tólfta verkið sem hún semur fyrir hópinn, hún sér einnig um leikstjórn. Leikhópurinn er einnig aðdáendum Lottu að góðu kunnur en hann samanstendur af Andreu Ösp Karlsdóttur, Sigsteini Sigurbergssyni, Stefáni Benedikt Vilhelmssyni, Sumarliða V Snæland Ingimarssyni og Þórunni Lárusdóttur.
Ævintýrið um Bangsímon og vini hans verður sýnt í allt sumar, út um allt land og getum við ekki beðið eftir því að ferðast aftur um landið með glænýja, stóra Lottusýningu. Sýningarnar okkar eru sýndar utandyra svo við mælum með að klæða sig eftir veðri, teppi til að sitja á, taka með smá nesti til að maula og ekki gleyma myndavélinni því eftir sýningar fá krakkarnir að hitta sínar uppáhalds persónur og taka af þeim myndir.
Sýningar verða í Fjarðabyggð:
Eskjutúnið, Eskifirði: 22. júlí, klukkan 17
Fáskrúðsfjörður 25. júlí klukkan 15:00 við íþróttahúsið.
Sýningaplan fyrir allar sýningar má finna á www.leikhopurinnlotta.is.