mobile navigation trigger mobile search trigger
24.07.2024

Dagskrá franskra daga

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði verða haldnir 24. - 28. júlí. Dagskrána má nálgast hér að neðan og einnig á viðburðarsíðu hátíðarinnar.

Dagskrá franskra daga
Miðvikudagur 24. júlí
20:30 Þjófstart Franskra daga í boði Gull léttöl
Þríeykið Deluxe mætir með pöbbkviss og hitar upp fyrir hátíðina. Kvissið fer fram í Skrúð og opnar húsið kl. 20.00. Frítt inn og 18 ára aldurstakmark.
Fimmtudagur 25. júlí:
15:00 Leikhópurinn Lotta - Bangsímon
Leikhópurinn Lotta mun setja upp sýninguna Bangsímon og verður hún flutt í íþróttahúsinu. Frítt inn í boði Alcoa Fjarðaál.
17:00 Tour de Fáskrúðsfjörður
Hjólað verður frá Höfðahúsum við norðanverðan fjörðinn. Allir keppendur verða að vera með hjálm. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin en allir keppendur fá þátttökuverðlaun. Spinning- og stöðvaþjálfun sér um keppnina.
19:00 Kenderíisganga og setning Franskra daga
Óvissuferð um bæinn og verður ýmislegt á boðstólnum. Mæting við skólann þar sem hátíðin verður sett.
21:30 Classic Rock með Matta og Stebba Jak
Þeir Matti og Stebbi Jak mæta með úrvals hljómsveit í Skrúð og flytja mörg af bestu lögum rokksögunnar.
Forsöluverð er 6.900 kr á Tix og 7.900 kr við hurð. Húsið opnar 21.00 og er fólk hvatt til að vera tímanlega í því.
Föstudagur 26. júlí:
10:30 - 11.30 Minningarhlaup um Berg Hallgrímsson
Mæting við grunnskólann og hlaupið að minnisvarða um Berg við Búðaveg 36.
13:00 Kirkjutónleikar
Franski sönghópurinn Les Itinérantes verður með tónleika í Fáskrúðsfjarðarkirkju. Styðjast þau aðeins við raddböndin og ættu tónelskir ekki að láta þetta framhjá sér fara.
16:00 Dorgveiðikeppni
Keppnin fer fram á Bæjarbryggjunni neðan við Fram. Munið eftir björgunarvestum.
18:00 Kirkjutónleikar með Rakel Pálsdóttur
Kirkjutónleikar Franskra daga eiga sér langa hefð og í ár er það söngkonan Rakel Pálsdóttir sem mætir til okkar. Rakel mun leika frumsamið efni í bland við sín uppáhalds lög og verður Steini Guðjóns gítarleikari henni til stuðnings. Miðaverð aðeins 2.000 kr í forsölu á Tix.is en 2.500 kr við hurð.
21:00 – 23:30 Brekkutónleikar Franskra daga við Búðagrund
Stórglæsilegir tónleikar sem enda á varðeld og fjöldasöng. Fram koma:
Jónsi með fjöldasöng
Rakel Pálsdóttir
Andri Bergmann og Siggi Þorbergs
Elísabet Mörk úr Chögma
Kynnar verða þau bráðskemmtilegu Árni og Sylvía úr Bestu lög barnanna
23:30 Flugeldasýning
Björgunarsveitin Geisli skýtur upp glæsilegri flugeldasýningu eins og henni einni er lagið.
23:59 – 03:00 Skrúðsgleði
Jónsi verður í hörku stuði með gítarinn.
18 ára aldurstakmark. Frítt inn í boði Loðnuvinnslunar.
Laugardagur 27. júlí
10:00 Helgistund í Frönsku kapellunni
Helgistund á vegum þjóðkirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar á Austurlandi.
Franska kapellan er staðsett í frönsku húsaþyrpingunni rétt við Franska spítalann.
11:00 Minningarathöfn í Franska grafreitnum
Minnst er franskra sjómanna sem látist hafa á Íslandsmiðum, og blómsveigur lagður að minnisvarða um þá. Sóknarprestur stýrir stundinni með þátttöku kaþólsku kirkjunnar á Austurlandi.
Hvetjum fólk til að fjölmenna og þá sem eiga íslenska þjóðbúninga til að mæta í þeim við þessa hátíðlegu athöfn. Íslenska lopapeysan er líka vel við hæfi.
11:00 BMX-brós með hjólanámskeið
Snillingarnir BMX-brós verða með námskeið fyrir hressa krakka. Allir þátttakendur verða að hafa hjálm og fer námskeiðið fram á Skólavegi framan við sundlaugina.
13:30 Búningahlaup Latabæjar
Hlaupið er ætlað börnum á öllum aldri og eru þátttakendur hvattir til að mæta í skrautlegum klæðnaði. Mætt er við kirkjuna og hlaupið að hátíðarsvæði. Þátttakendur fá glaðning frá Eyjabita að hlaupi loknu.
14:00 Hátíð í bæ
Stórglæsileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna sem fram fer á Skólavegi. Fram koma:
Íþróttaálfurinn og Solla stirða í boði Sparisjóðs Austurlands
BMX Brós í boði Kaldvíkur
Aron Can í boði Landsbankans
Prettyboitjokkó í boði Loðnuvinnslunnar
Kynnar verða þau Árni og Sylvía úr Bestu lög barnanna
Einnig verður hið árlega happdrætti Franskra daga þar sem nóg er að vinna og veitt verða verðlaun fyrir best skreytta húsið.
Að auki verður vöfflusala í Skrúð og afþreying fyrir yngstu kynslóðina við hátíðarsvæði.
17:00 Íslandsmeistaramótið í Pétanque
Spilað er á sparkvelli við grunnskólann. Skráning á staðnum.
Bráðskemmtilegt franskt kúluspil fyrir alla fjölskylduna.
20:30 – 22:30 Sumarfjarðaball með Prettyboitjokkó og DJ GústaB
Fjarðaball í Skrúð fyrir ungmenni fædd 2006 – 2011. Verð: 2.000 kr og er selt inn við inngang. Sömu reglur gilda og á félagsmiðstöðvarböllum og ógildir ölvun miðann.
23:59 – 03:00 Stórdansleikur Franskra daga
Jónsi og Stefanía Svavars syngja á stórdansleiknum í ár við undirleik hljómsveitar Jóns Hilmars. Skemmtilegustu lögin og stuð inn í nóttina.
Aldurstakmark er 18 ára og er verð 3.900 kr. í forsölu á www.tix.is en 4.900 kr við hurð.
Sunnudagur 28. júlí
10:30 Í kósýstuði með Guði
Helgistund í Fáskrúðsfjarðarkirkju þar sem tengslin við Gravelines verða í forgrunni. Tilvalið er að hittast og njóta samverunnar. Tónlistaratriði í boði Fáskrúðsfjarðarkirkju.
13:00 Félagsvist í grunnskólanum
Færð þú bara slagi í nóló? 1.000 kr þátttökugjald og er innifalið kaffi og með því.
13.30 Fjölskyldustund á Búðagrund
Frítt í hoppukastala en einnig verður hið árlega frisbígolfmót. Skráning á staðnum og koma keppendur með sína eigin diska.
Franskir dagar eru haldnir í samstarfi við KFFB, Loðnuvinnsluna, Gull léttöl, Veiðifluguna, Fjarðabyggðarhafnir, Fjarðabyggð, AFL starfsgreinafélag, Eimskip, Hamipiðjuna, Eskju, Kjörbúðina, Síldarvinnsluna, Launafl, Sumarlínu, Loppu, Landsbankann, Sparisjóð Austurlands, Íslandsbanka, Tanna Travel, TM, Kaldví, Sundlaugar Fjarðabyggðar, Eyjabita og Kristal.

Frétta og viðburðayfirlit