mobile navigation trigger mobile search trigger
21.05.2014

8. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar vinnur til verðlauna í Tóbakslaus bekkur

8. bekkur í Grunnskóla Reyðarfjarðar var einn af 10 bekkjum sem unnu til verðlauna í ár í keppninni Tóbakslaus bekkur. Í ár tóku 240 bekkir víðsvegar um landið þátt í keppninni.  Verðlaunaupphæðin nemur 5.000 krónum fyrir hvern skráðan nemanda í bekknum sem þeim er frjálst að ráðstafa að vild.

 

8. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar vinnur til verðlauna í Tóbakslaus bekkur

Í ár tóku 240 bekkir víðsvegar um landið þátt í keppninni. Á skólaárinu þurftu bekkirnir að staðfesta fimm sinnum að þeir væru tóbakslausir og voru þá með í útdrætti um vinninga. Vinningarnir voru geisladiskar en auk þess fengu allir þátttakendur blýant og strokleður að gjöf.

10 bekkir frá 9 skólum sem sendu inn lokaverkefni unnu til verðlauna og var 8. bekkur í Grunnskóla Reyðarfjarðar einn af þeim bekkjum. Verðlaunaupphæðin nemur 5.000 krónum fyrir hvern skráðan nemanda í bekknum sem þeim er frjálst að ráðstafa að vild.

Til að eiga möguleika á fyrstu verðlaunum, þurftu nemendur bekkjanna  að senda inn áhugavert efni tengt tóbaksvörnum. Mörg áhugaverð verkefni bárust og má sem dæmi nefna áheitahlaup, íbúafund, leiknar stuttmyndir, fræðslufyrirlestra, frumsamin lög, ljóðabók, skiltagerð og veggspjöld.

Keppnin Tóbakslaus bekkur hefur nú verið haldin í fimmtán ár á Íslandi. Næsta skólaár eru fyrirhugaðar þær breytingar að bjóða 8. og 9. bekkjum að taka þátt í verkefninu í stað 7. og 8. bekkja áður. Mjög góður árangur hefur náðst hér á landi í að draga úr tóbaksnotkun grunnskólanemenda og því telja skipuleggjendur að færa megi þátttökuna upp um eitt skólaár. 

Við óskum 8. bekk innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Hér fyrir neðan er slóð á verkefni vinningshafanna okkar:

http://www.youtube.com/watch?v=cDPND2eyGus&feature=youtu.be

 

Frétta og viðburðayfirlit