mobile navigation trigger mobile search trigger
03.12.2024

Könnun um BRAS menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi árið 2024

Haustið 2024 var helgað, BRAS menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi.

Að þessu sinni bar hátíðin nafnið Uppspretta.  Einkunnarorð hátíðarinnar voru sem fyrr: Þora! Vera! Gera! Fjölbreytt dagskrá var um allan fjórðunginn og þátttaka í menningarmiðstöðvum, sveitarfélögum og skólum góð.  Sérstök áhersla var á að bjóða austfirsku listafólki að taka þátt í BRASinu.

Könnun um BRAS menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi árið 2024
Til að meta hvernig hátíðin gekk í haust og til að geta stuðlað að áframhaldandi þróun viðburðarins óskum við eftir því að þú svarir eftirfarandi spurningum.

Könnun þessi er send  í leik-, grunn-, tónlistar-, og framhaldsskóla.  Hún er send til menningarfulltrúa sveitarfélaga, í menningarmiðstöðvar og stofnanir. Henni verður einnig verður dreift á samfélagsmiðlum og á heimasíðum sveitarfélaga. Við vonumst eftir því að sem flestir sjái sér fært að taka þátt og aðstoði okkur við að þróa viðburðinn enn frekar.
Það má nálgast könnuni hér.

Frétta og viðburðayfirlit