mobile navigation trigger mobile search trigger
27.11.2024

Góður gangur í framkvæmdum við snjóflóðavarnagarða

Vel hefur gengið að vinna við ofanflóðavarnir við Nes- og Bakkagil. Sprengt hefur verið ofan við Drangagilsgarðinn og nú eru sprengingar hafnar í skeringunni ofan við efri keiluröð og sprengingar munu fara fram þar næsta árið.

Góður gangur í framkvæmdum við snjóflóðavarnagarða

Byrjað er að byggja þvergarðinn upp utan við veginn upp að tjaldsvæði og verður sú vinna í gangi eins og vinna við keilurnar þegar veður leyfir.

Byrjað er að gera tvær keilur í neðri keiluröða að vestanverðu (rauðmerktar)

Keilurnar eru um tíu metra háar með neðstu 1,5 hæðarmetra sem undirstöðu úr unnu og óunnu aðkeyrðu efni af staðnum (sprengt grjót). Ofan á undirstöðunni er 8,5 metra hár brattur veggur byggður úr stálgrindum fylltum með unnu grjóti. Lengd topps keilanna er tíu metrar og breidd hans er þrír metrar. Bil á milli keila, miðja topps til miðju topps, er um 37 metrar.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá snið í gegnum keiluna sem byrjað er að vinna.

Keilurnar í neðri og efri röð eru í tveimur grúppum, önnur undir Nesgili og hin undir Bakkagili. Keilunum er ætlað að draga úr orku snjóflóða sem lenda á þeim þannig að þvergarðurinn neðan þeirra nái að stöðva það sem fram hjá og yfir þær fer. Neðri keiluröðin er rúma 90 metrar ofan við þvergarðinn og eru þær samtals 11. Efri keiluröðin er u.þ.b. 100 metra ofan við neðri keiluröðina og eru þær samtals níu.

Fleiri myndir:
Góður gangur í framkvæmdum við snjóflóðavarnagarða
Góður gangur í framkvæmdum við snjóflóðavarnagarða
Góður gangur í framkvæmdum við snjóflóðavarnagarða

Frétta og viðburðayfirlit