mobile navigation trigger mobile search trigger
10.12.2024

Landinn, slökkvilið Fjarðabyggðar og aðventan í Nesskóla

Í nóvember fékk Nesskóli góða heimsókn frá Landanum, sem ræddi um veðurstöðina sem sett hefur verið upp á þaki skólans. Þátturinn var sýndur fyrir stuttu og vakti hann mikla athygli. Þáttinn má nálgast hér 

Landinn, slökkvilið Fjarðabyggðar og aðventan í Nesskóla
Eva Fanney spilar með kennara sínum Noémi í andyri skólans

Slökkvilið Fjarðabyggðar kom einnig í heimsókn í 3. GS og fræddi nemendur um brunavarnir. Þessar heimsóknir eru ávallt mikilvægur og skemmtilegur hluti af starfi skólanna. Heimsóknin vekur alltaf mikla lukku og spennu hjá nemendum. 

Aðventustemningin er komin á fullt, og Neskóli er allur farinn að skarta sínu fínasta í jólabúningi. Jólaskreytingar prýða nú þegar víða í skólanum og setja svip sinn á daglegt líf. Í desember mun Tónlistaskóli Fjarðabyggðar sjá um lifandi tónlist í andyri skólans, eins og í fyrra. Fyrsti tónlistarflutningurinn var mánudaginn, 2.desember, þegar Eva í 3. GS, ásamt kennara sínum Noémi, spilaði á píanó. Fallegir tónar fylltu andyrið og glöddu bæði nemendur og starfsfólk á leið í skólann.

Frétta og viðburðayfirlit