mobile navigation trigger mobile search trigger
28.11.2024

Kjörstaðir í Fjarðabyggð

Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 30. nóvember 2024. Kjörstaðir verða sem hér segir í Fjarðabyggð:

Kjörstaðir í Fjarðabyggð
  • Mjóifjörður: Sólbrekka. Frá klukkan 09:00 til klukkan 14:00 (lokun verður eins fljótt og unnt er samkvæmt 91. gr. kosningalaga nr. 112/2021
  • Norðfjörður: Nesskóli. Frá klukkan 09:00 til klukkan 22:00
  • Eskifjörður: Eskifjarðarkirkja. Frá klukkan 09:00 til klukkan 22:00
  • Reyðarfjörður: Safnaðarheimilið. Frá klukkan 09:00 til klukkan 22:00
  • Fáskrúðsfjörður: Grunnskólinn. Frá klukkan 09:00 til klukkan 22:00
  • Stöðvarfjörður: Grunnskólinn. Frá klukkan 09:00 til klukkan 22:00
  • Breiðdalsvík: Grunnskólinn. Frá klukkan 09:00 til klukkan 22:00

Kjósendur eru minntir á að hafa persónuskilríki sín tiltæk á kjörstað. Unnt er að framvísa rafrænu ökuskírteini.

Tekið er á móti utankjörfundaratkvæðum  á skrifstofu sveitarfélagsins að Hafnargötu 2, Reyðarfirði á opnunartímum skrifstofunnar frá og með 18. nóvember til og með 29. nóvember. 

Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar á skrifstofu sýslumanns frá og með 15. nóvember 2024. Á EskifirðiStrandgötu 52, virka daga frá kl. 9:00-17:00. Um helgar frá 10:00-13:00.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um utankjörfundi inná síðu island.is. og um kosningarnar á hér.

Frétta og viðburðayfirlit